Tímabundnar breytingar á afgreiðslu í bókasöfnun Fjallabyggðar!

Vegna Covid-19 höfum við hjá Bókasafni Fjallabyggðar breytt til skamms tíma starfsháttum okkar. Er þetta gert til að við sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar leggjum okkar af mörkum. Nú biðjum við alla viðskiptavini sem taka/skila bókum að skanna bækurnar sjálf. Bókum sem er skilað er safnað á vagn og ekki lánaðar út fyrr en búið er að þrífa þær og sótthreinsa eins og hægt er.

Einnig höfum við tekið tímabundið öll leikföng úr barnadeild! ásamt því að dreifa úr húsgögnum til að reyna að tryggja að tveir metrar séu á milli fólks.

Biðlum við til fólks um að reyna eftir sinni bestu getu að framfylgja fyrirmælum landlæknis hvað varðar hreinlæti og annað.