Hvað er ég með í láni?

Viðskipavinir bókasafna fá afhent lykilorð þegar þeir fá skírteini. Með lykilorðinu er hægt að nýta sér sjálfsafgreiðsluvél safnins en einnig veitir það aðgang að Mínum síðum á leitir.is (Opnast í nýjum vafraglugga).

Týnist lykilorð má biðja um nýtt í afgreiðslu safnsins gegn framvísun skírteinis.

Á Mínum síðum geta viðskiptavinir:

  • Séð hvað þeir eru með í láni
  • Endurnýjað lán (ef enginn biðlisti er á gögnunum)
  • Sett sig á biðlista eftir gögnum sem eru í útláni
    Leitið fyrst að bókinni, finnið eintakið og smellið á Taka frá
  • Skoðað frátektirnar sínar og séð hvar í röðinni þeir eru
  • Skoðað fyrri útlán sín (síðustu 100 útlán sjást)

Eftir sem áður er viðskiptavinum velkomið að hringja í bókasafnið og spyrjast fyrir um stöðu sína eða fá láni framlengt. Síminn er 464-9120 (Siglufjörður) og 464-9215 (Ólafsfjörður).

LEIÐBEININGAR UM INNSKRÁNINGU

Eftir að hafa fengið lykilorð frá Bókasafninu er hægt að skrá sig inn á „Mínar síður“ á Leitir.is.

  • Farið á L (Opnast í nýjum vafraglugga)eitir.is.
  • Smellið á "Innskráning" efst uppi á síðunni.
  • Vinstra megin á skjánum er kennitalan slegin inn (án bandstriks) í reitinn sem merktur er Notandi og síðan lykilorðið í lykilorðareitinn.
  • Smellið á Innskrá
  • Undir flipanum „Mínar síður“ er hægt að skoða upplýsingar um útlán, frátektir og fleira.
  •  Nánari leiðbeiningar má sjá hér (Opnast í nýjum vafraglugga).

Ef vandamál koma upp er best að hafa samband við starfsmenn bókasafnsins.