Bókasafn Fjallabyggðar er staðsett á tveimur stöðum í Fjallabyggð:
Ráðhúsinu
Gránugötu 24,
580 Siglufjörður
Sími: 464-9120
Ólafsvegi 4,
625 Ólafsfjörður
Sími: 464-9215
Netfang: bokasafn@fjallabyggd.is og info@fjallabyggd.is
Bókasafn Fjallabyggðar er almenningsbókasafn og er öllum opið. Það starfar samkvæmt bókasafnalögum nr. 150 frá 2012 (Opnast í nýjum vafraglugga), yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) um almenningsbókasöfn frá 1994.
Markmið þess er að vera íbúum bæjarins miðstöð upplýsinga, menntunar, menningar og afþreyingar með því að bjóða upp á aðgengi og útlán á fjölbreyttu úrvali bóka og tímarita auk stafrænna upplýsinga. Aukin áhersla er lögð á barnastarf, þ.á.m. sögustundir, safnkynningar, þjónustu við leik- og grunnskóla, skipulagða menningarstarfsemi fyrir almenning og góða aðstöðu til náms.