Í barna- og unglingadeildum Bókasafnsins er að finna áhugavert efni fyrir börn og unglinga. Lögð er áhersla á að hafa safnkost sem fjölbreyttastan og má þar m.a. nefna tímarit fyrir börn og unglinga sem safnið hefur komið sér upp ásamt fjölbreyttum bókakosti fræðibóka og annarra bókmennta.