Hlutverk

Lögbundið hlutverk Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar er að taka við skjölum afhendingarskyldra aðila, þ.e. sveitarfélagsins og stofnana þess, skrá skjölin og varðveita þau á viðurkenndan hátt.

Héraðsskjalasafnið tekur einnig við einkaskjölum, t.d. bréfasöfnum, dagbókum og  skjölum félaga og fyrirtækja.

Héraðsskjalasafnið hefur verið starfrækt á Siglufirði síðan árið 1984 og frá árinu 2006 undir merkjum sameiginlegs sveitarfélags Fjallabyggðar. 

Héraðsskjalasafnið er staðsett á annarri hæð ráðhússins að Gránugötu 24 Siglufirði.