Tilkynning frá Landskerfi bókasafna!

Samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna samkomubanns skal loka öllum söfnum á tímabilinu 24. mars - 12. apríl. 

Í ljósi þessa höfum við hjá Landskerfi bókasafna ákveðið að stilla inn lokunardaga í Gegni hjá öllum bókasöfnum, þannig að ekki reiknist sektir fyrir þetta tímabil. Einnig munum við færa skiladaga á efni sem átti að skila 24. mars - 13. apríl. Nýr skiladagur er þá 14. apríl (þriðjudagur eftir páska), nema um annað hafi verið beðið. 

Einnig munum við stöðva allar keyrslur á rukki á sama tímabili.