Sumarstarf við Upplýsingamiðstöð og bókasafn Fjallabyggðar

Sumarstarf

Upplýsingamiðstöð ferðamanna Fjallabyggð – Þjónustufulltrúi óskast

Laus er staða þjónustufulltrúa við Upplýsingamiðstöð ferðamanna og hjá bókasafni Fjallabyggðar. Unnið er til kl. 17.00 virka daga og til kl. 15.00 á laugardögum.

Leitað er að þjónustulunduðum og úrræðagóðum einstaklingi í 75% starf frá 5. júní – 18. ágúst. Starfsstöðvar eru tvær, Siglufirði og Ólafsfirði og því nauðsynlegt að hafa bílpróf og bíl til umráða.

Upplýsingamiðstöð ferðamanna er staðsett í bókasafninu og sinnir þjónustufulltrúi upplýsingagjöf til ferðamanna ásamt almennum störfum bókavarðar.

Helstu verkefni:

- Upplýsingagjöf til ferðamanna og dagleg umsjón upplýsingamiðstöðvar
- Almenn störf bókavarðar og þjónusta við gesti bókasafnsins
- Umsýsla safnkosts bókasafns
- Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

- Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði ásamt einu Norðurlandamáli
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvukunnátta nauðsynleg
- Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Staðgóð þekking á nærumhverfi Fjallabyggðar er kostur og einnig er æskilegt að þekking á Gegni, samskrá bókasafna sé til staðar.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem reynir á að viðkomandi sé fljótur að læra og tileinka sér nýja hluti.

Nánari upplýsingar veitir Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður, hronn@fjallabyggd.is

Umsóknarfrestur er til 17. maí n.k.. Umsóknum skal skilað til forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns eða rafrænt á netfangið hronn@fjallabyggd.is. Öllum umsóknum verður svarað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.