Sumarlesturinn hafinn!

Ævintýralandið
Ævintýralandið

SUMARLESTUR Nú er sumarlesturinn að hefjast og hann er sérlega skemmtilegur þetta árið. Börnin koma á bókasafnið og fá þar veggspjald, sem er ævintýrakort, til eignar og í hvert sinn sem þau skila bók (eða lesa á safninu) fá þau límmiða til að líma á ævintýrakortið. Veggspjaldið er byggt upp þannig að það eru 9 eyjar/lönd sem börnin ferðast á milli eftir ákveðnum þemum. Þar má nefna t.d. bækur sem gerðust í gamla daga, grín, vísindi/tækni, hryllingur/spenna, íþróttir, myndasögur og fantasíur. þetta eru alls 8 flokkar og níundi límmiðinn er verðlaunalímmiðinn LESTRARMEISTARI. Þau fá hann þegar búið er að safna öllum átta límmiðunum.
Nálgast má upplýsingar á bókasafninu um hvernig hægt sé að safna límmiðum.