Skemmtileg sending :)

Álfasaga
Álfasaga
Fengum aldeilis skemmtilega sendingu 
Forsagan er þessi: Árið 2016 fengum við fyrirspurn frá Upplýsingamiðstöðinni á Dalvík. þar voru stödd hjón frá Kanada og þau voru að leita að slóðum ömmu og afa konunnar. Hjónin komu svo til Siglufjarðar og þar gátum við grafið upp að amman og afinn höfðu gifst og búið á Dalabæ. Þá voru nú hæg heimatökin og við hringdum í Sigurð Sigurðsson (Sigga Dallas) og hann og Sigga komu hingað á bókasafnið og hittu þetta skyldfólk sitt frá Kanada og voru það fagnaðarfundir. Nú er konan, búin að gefa út þessa bók sem er ævintýri um fjölskylduna og ungan álf.