Nýjar bækur og fréttir af gólfefnaskiptum

Vilborg Davíðsdóttir
Vilborg Davíðsdóttir

Vorum að setja inn myndir af nýjustu titlunum hjá okkur. Þetta er bækur sem þegar eru komnar, eru í frágangi eða á leiðinni í pósti. Vegna gólfefnaskiptanna Siglufjarðarmegin er ekki mögulegt fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn næsta, sem er föstudagurinn þrettándi :), að tengja nýjustu bækurnar og koma þeim í útlán. ÆTLUM AÐ REYNA AÐ OPNA STRAX Í NÆSTU VIKU. Biðjum við ykkur kæru vinir að sýna okkur biðlund, það tekur tíma að koma öllu í rétt horf en mikið verður glæsilegt hjá okkur þegar þessu er lokið :)