GEGNIR LOKAÐUR!

Mynd fengin af netinu
Mynd fengin af netinu

Bókasafn Fjallabyggðar vill vekja athygli á að búið er að loka” Gegni/Aleph” samskrá bókasafna. Áætlað er að  Nýtt kerfi “Gegnir/Alma” opni dagana 9 - 13 júní. Frá og með 31. maí er því skert starfsemi.

Hægt verður að fá lánaðar bækur og skila.

Það sem ekki er hægt að gera:

  • Ekki er hægt að sjá hvort einstaka titlar eru til í safninu
  • Ekki er hægt að stofna nýja lánþega
  • Ekki er hægt að lána út bækur sem er skilað meðan á lokun stendur
  • Ekki er hægt að framlengja
  • Ekki er hægt að greiða sektir
  • Ekki er hægt að sjá hvenær skila á bók
  • Ekki er hægt að sjá hvort bók er inni

Auglýst verður hvenær full starfsemi hefst að nýju en á meðan biðjum við ykkur að sýna biðlund

 

Nánari upplýsingar í síma 4649128 eða á bokasafn@fjallabyggd.is