Bókasafnið Ólafsfirði

Vegna þess hve erfitt það er vegna smæðar bókasafnsins í Ólafsfirði að virða 2 metra fjarlægð verður í dag, mánudag eingöngu heimilt að skila bókum. Biðjum viðskiptavini vinsamlegast að virða það og fara EKKI inn í herbergið þar sem nýju bækurnar og skáldsögurnar eru. Áréttum að lokað verður frá og með þriðjudeginum 24. mars.