Bókasafn Fjallabyggðar auglýsir!

  • Nú er að hefjast innleiðing á nýju bókasafnskerfi á landsvísu. Gegnir verður lagður niður í þeirri mynd sem við þekkjum hann og nýr Gegnir byggður á kerfi sem heitir „ALMA“ tekur við. Af þessum sökum verður skert þjónusta frá mánudeginum 9. maí* og þar til í byrjun júní.

 

  • Útlán og skil verða þó áfram möguleg og engin breyting verður á opnunartíma safnanna.

 

  • Önnur þjónusta eins og til dæmis að senda tölvupóst til lánþega til að minna á skil, verður ekki í boði eins og verið hefur undanfarið.

 

  • Til að auðvelda innleiðingu nýja kerfisins viljum við biðla til lánþega sem eru í vanskilum með bækur að skila inn bókunum sem leynast í hillum og skúffum, til og með 7. maí verða ENGAR SEKTIR .

 

  • Kynning á nýja kerfinu verður sett á heimasíðu bókasafnsins um miðjan maí.
  • Stjörnmerkt * dagsetning gæti breyst