Afgreiðslutíma bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar - ÓBREYTTUR!

Frá og með deginum í  dag 25. mars tóku harðari takmarkanir vegna Covid gildi. Engin breyting verður hjá bókasafni Fjallabyggðar hvað varðar afgreiðslutíma. Bókasafnið er opið frá kl. 13.00-17.00 virka daga. Við viljum samt biðja alla og ítreka að nú er grímuskylda og gestum er bent á að lágmarka tíma sinn á safninu þar sem nú er 10 manna hámark gesta.