1919 - Spánska veikin - Skemmtilegir fróðleiksmolar

Fundargerðir 1919
Fundargerðir 1919

Á hreppsnefndarfundi þann 14. mars 1919 var áttunda mál á dagskrá:

"Hjeraðsslæknirinn skýrði frá því, að hann hefði frá landlækni fegnið símleiðis ósk um að hann í samráði við beztu menn hjeraðsins ljeti landlækni í tje álit hans um samgöngubann við Sigulfjarðarhjerað út af spönsku veikinni, og óskaði hjeraðslæknirinn að fundurinn vildi kjósa 4 menn til þess, ásamt sjer, að koma fram með tillögur út af þessari fyrirspurn landlæknis"

Þessir voru kosnir:

Síra Bjarni Þorsteinsson, Verz.stj. Jón Guðmundsson, Hreppstj. Guðmundur Hafliðason og Kennari Stefán Sveinsson.

Á hreppsnefndarfundi þann 26. apríl 1919 sem haldinn var viðvíkjandi sóttvarnarráðstafanir.

Þar kemur fram "að einhver inflúensukennd veiki er nýgosin upp á Akureyri og víðar. Hjeraðslæknir las upp skeyti, er farið höfðu milli hans og formanns sóttvarnarnefndar í Rvík, Guðmundar Hannessonar. Allir voru á fundi og samþykkir því að reyna að verjast þessari veiki jafnvel þótt það bakaði sveitarsjóði nokkurn kostnað. Von er á skipi eða skipum frá útlöndum næstu daga og einnig af þeirri ástæðu var talið rjett að fá mann til að vaka á næturnar núna fyrst um sinn, til að hindra samgöngur milli lands og skipa þangað til hreppstjóri og læknir hafa athugað skjöl skipverja og heilbrigðisástand. Til þessarar vöktunar var fengin Guðmundur Bjarnason í Bakka. Búist var við að landsjóður mundi borga vöktun þessa en ef ekki, yrði hreppsjóður að gjöra það"